Lengi má gott lið bæta...

....Þó ekki með Michael Owen, með fullri virðingu fyrir honum. Ég á einhvern veginn erfitt með að sjá hann fyrir mér í búningi Manchester United. Held að það sé einfaldlega ekki pláss fyrir hann, þar sem öflugir leikmenn í hans stöðu, sem fyrir eru hjá United, yrðu framar í goggunarröð Sir Alex Ferguson. Þar að auki má Owen muna fífil sinn fegurri. En Micah Richards væri aftur á móti eins og klæðskerasaumaður inn í hægri bakvörðinn hjá þeim "rauðu". Því ekki hefur mér þótt Wes Brown vera nægilega sannfærandi eða góður í þeirri stöðu. Micha Richards til Man Utd fyrir næsta tímabil!!
mbl.is Ferguson fær fé til styrkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Jón Birgir.

Já það eru orðin nokkur ár síðan við hittumst!

Lögfræðin er helvíti skemmtileg en ég er á fyrsta ári núna. Hef nú stækkað aðeins en veit ekki hvort málbeinið sé ennþá jafnt beitt. Ertu ekki ennþá á fullu í glímunni?

núna er maður fluttur hérna beint á móti melaskólanum, maður ætti kannski að kíkja við og taka eina glímu svona for old times' sake :)

kv. Rútur "sniðglíma" Birgisson

Rútur Örn Birgisson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 18:09

2 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Mig minnir að ég hafi síðast verið að þjálfa þig í kring um 1999 eða 2000. Eftir það skildu leiðir og við ekki sést síðan. Ég er en viðloðandi glímuna já og kem til með að vera það um ókomin ár.

Eins og ég nefndi á þínu bloggi, þá get ég vel séð þig fyrir mér sem lögfræðing. M.v. við beitt málbein á yngri árum. Vonandi færðu gott út úr vorprófunum sem þú varst að klára, svo þú getir haldið ótrauður áfram með námið.

Þú ert alltaf velkominn á glímuæfingar hjá okkur. Það ættu að vera hæg hjá þér heimatökin til þess arna, fyrst þú býrð í næsta húsi við Meló. Verst er þó að við erum komin í sumarfrí frá Melaskólanum í glímunni, en tökum upp þráðinn að nýju í haust. Ég hnippi í þig þá til þess að koma og taka nokkrar bröndóttar "for old times sake and new times sake too"

Jón Birgir Valsson, 15.5.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband