Fćrsluflokkur: Glíma

JÓHANNES Á BORG, FYRSTI ATVINNUMAĐUR ÍSLENDINGA Í ÍŢRÓTTUM

 85581262_73a54a9f65_m
Á sunnudagskvöldiđ s.l. fékk ég sms, frá Jóa Héđins félaga mínum í glímunni, um ađ nýhafinn vćri ţátturinn Andrarímur í umsjón Andra Thorssonar á Rás 1. Ţáttur ţessi innihélt ađ mestu leiti 45 ára gamalt viđtal sem Stefán Jónsson fréttamađur tók viđ Jóhannes Jósefson kenndan viđ Borg í tilefni 80 ára afmćlis hans áriđ 1963. Stefán Jónsson reit ćviminningar Jóhannesar á Borg um svipađ leiti. Er ţessi bók gríđarlega fróđleg og skemmtileg aflestrar.

Í útvarpsviđtalinu rćđa ţeir félagar um glímuna, sem hann taldi reyndar dauđa ţegar ţetta viđtal var tekiđ, og einnig atvinnumennsku Jóhannesar erlendis, hvar hann keppti í ýmsu fangi ásamt glímu í fjöleikahúsum og öđrum opinberum vettvangi. Ţá útlistar Jóhannes hvernig á hann rann berserksgangur ţegar mótherjar hans höfđu rangt viđ međ fólskubrögđum og svindli. Ţjóđerniskennd Jóhannesar kemur glögglega í ljós í ţessu viđtali og hvernig ţađ stuđlar ađ ţví ađ hann ásamt öđrum stofna Ungmennafélag Íslands. Einnig talar Jóhannes um ţćr stórtćku framkvćmdir ađ byggja Hótel Borg ţegar hann kemur heim úr atvinnumennskunni 1928. Frá ţví ađ fyrsta skóflustungan ađ hótelinu var tekin og ţar til ţađ var opnađ 19. janúar 1930 kl 15.00, liđu 18 mánuđir. Hvet sem flesta til ađ hlusta á ţennan merka mann sem enn ţann dag í dag er mikil fyrirmynd margra glímumanna ţar međ töldum blogghöfundi.

Hér er viđtaliđ viđ Jóhannes á Borg (ţátturinn er 1 klukkustund)

P.s. ég kem bráđlega međ pistil um Íslandsglímu. 


Styttist í Íslandsglímu

 Freyjumeniđ og Grettisbeltiđ

Ţađ fer óđum ađ styttast Íslandsglímu sem fer fram á Akureyri laugardaginn 29. mars. Ţetta er jafnframt stćrsti og mesti viđburđur glímumanna ár hvert. Ţar er keppt  um Freyjumeniđ hjá konum, en Grettisbeltiđ hjá körlum sem jafnframt er elsti verđlaunagripur Íslandssögunnar sem enn er keppt um (frá 1906). Alls eru 16 keppendur skráđir til leiks, 7 konur og 9 karlar. Er búist viđ spennandi og skemmtilegri keppni hjá báđum kynjum. 

 

Ţar sem spennan er farin ađ gera vart viđ sig hjá sumum ţátttakenda í komandi Íslandsglímu. Er ekki úr vegi ađ létta ađeins á pressunni hjá ţeim međ ţví ađ sýna ţetta hressandi myndband af glímugengi Fóstbrćđra. Grin

Ég óska öllum gleđilegra páska!


Glímugengiđ á KR ćfingu 2006

Ţessa mynd tók Páll Stefánsson, ljósmyndari, fyrir Iceland Review tímaritiđ á glímućfingu hjá KR, voriđ 2006 og birtist sem heilsíđa inn í IR sama vor. Held dálítiđ upp á ţessa mynd ţar sem hún er tekin af einum besta ljósmyndara landsins á mjög listrćnan hátt.

 Efsta röđ: Ólafur Haukur Ólafsson, Jón Birgir Valsson, Snorri Ţór Guđmundsson, Lárus Kjartansson og Pétur Eyţórsson.

Miđröđ: Sólveig Rós Jóhannsdóttir, Eva Dröfn Ólafsdóttir, Jóhannes Pétur Héđinsson og Snćr Seljan Ţóroddsson.

Neđsta röđ: Óttar Ottósson, Jóhanna Guđrún Magnúsdóttir, Svana Hrönn Jóhannsdóttir og Helgi Bjarnason

(klikkiđ á myndina til ađ minka hana) 


Rallarsving - Glíma

Fyrir rúmum ţremur árum komu skemmtilegir ţáttarstjórnendur, Andreas og Musse, frá Z-TV í Svíţjóđ til ađ kynna sér ţjóđaríţrótt Íslendinga glímuna. Báđir eru ţeir kunnir fyrir afrek sín í bardagalistum í sínu heimalandi, Andreas fyrir karate en Musse fyrir "mixed martiel arts". Í ţáttum sínum fara ţeir vítt og breitt um heiminn til ađ kynna sér alskyns fangbragđa og bardagaíţróttir. Afrakstur heimsóknar ţeirra hingađ til lands á sínum tíma var sýndur í ţćtti ţeirra félaga "Rallarsving". Hér má sjá  hluta ţáttarins úr ţessari heimsókn í ţessu myndbroti:


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband