Færsluflokkur: Menning og listir
4.5.2008 | 12:22
Packardinn kominn heim.
Þessi gersemi sem er einn af merkustu farartækjum bílasögu Íslendinga er loksins kominn á þann stað sem honum sæmir til framtíðar. Á sjálfa Bessastaði.
Saga Packardsins:
Packard-bíll árg. 1942, sem nú er kominn heim á Bessastaði, var forsetabíll Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins. Forsetaembættið notaði Packardinn árin 1945 og 1946, síðan var ríkisstjórnin með bílinn fyrir gesti sína og aðra virðingarmenn fram til 1950. Eftir að ríkisvaldið hætti notkun á Packardinum var hann seldur Halldóri Þormar sem notaði hann við atvinnurekstur fram á miðjan sjötta áratuginn. Þá eignaðist bílinn Sveinn H. Brynjólfsson sem einnig notaði hann í atvinnuskyni. Sveinn var sá síðasti sem var með Packardinn í notkun. Seinna eignaðist Gísli Hannesson í Hafnarfirði bílinn og átti hann í áratugi, en notaði hann aldrei. Að sögn vina Gísla var það metnaður hans að varðveita þennan merkilega bíl um sína daga og vonaði hann að aðrir tækju við varðveislunni eftir sinn dag. Sá aðili varð Þjóðminjasafn Íslands árið 1998 en þá var bíllin orðinn allnokkuð lúinn.
Eftir að Packardinn komst í eigu Þjóðminjasafnsins, fóru fulltrúar þess og Bílgreinasambandsins fram á viðgerð á bílnum fyrir áratug síðan. Ákveðið var að koma bílnum í upprunalegt horf og að verkefninu stóðu Þjóðminjasafnið, forsetaembættið og Bílgreinasambandið. Hugmyndin var að Packardinn mætti nota sem viðhafnarbifreið forsetaembættisins. Viðgerðinni er löngu lokið og bíllinn stóð lengi tilbúinn og nýuppgerður á verkstæði Bílaréttinga- og sprautunar Sævars Péturssonar í Skútuvogi. Sævar segir að hátt í 4.000 vinnustundir liggi að baki viðgerðinni. Sævar stóð lengi í stappi við að fá viðgerðina greidda og þeir sem komu að samningnum um viðgerðina stóðu alllengi ekki í skilum.
Viðgerðin hefur kostað vel á annan tug miljóna króna! Þeir aðilar sem áttu að standa straum af kostnaði, báru því við að Sævar hefði farið fram úr þeim heimildum sem veittar voru til verksins. Því var Sævar ekki sammála. Ekki voru smíðaðir nema 700 bílar af þessari gerð á sínum tíma og varahlutirnir voru því vandfundnir.
En sem betur fer endaði þetta allt saman vel, Sævar fékk greitt fyrir sína vinnu og Packardinn er kominn á Bessastaði. Það fór vel á því að Forsetinn skildi fagna endurkomu bílsins með þreföldum húrrahrópum!
Bónvörur sem notaðar eru á bíla forsetaembættisins.
Fyrsti forsetabíllinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 01:23
Söng- og leiklist...
....er frístundariðkun sem dóttir mín hefur verið í frá 6 ára aldri hjá Sönglist í Borgarleikhúsinu. Hún hefur notið þar frábærar leiðsagnar margra góðra söng- og leiklistarkennara þó einkum Erlu Ruthar Harðardóttur leikkonu og Ragnheiðar Hall söngkennara, en þær reka Sönglist, söng- og leiklistarskóla fyrir börn og unglinga. Á þessum 6 árum sem dóttir mín hefur verið í Sönglist, hefur alltaf verið mikið tilhlökkunarefni hjá okkur hjónum að fara á frumsýningu og sjá afrakstur vetrarins hjá dóttur okkar og hennar meðleikurum í enda hverrar annar. Hefur þetta verið snilldarskemmtun í alla staði, þar sem hver og einn nemandi fær að láta ljós sitt skína með leik og söng. Gaman hefur verið að fylgjast með framförum krakkanna frá ári til árs. Þó einkum framförum frumburðar okkar hjóna (eins og gefur að skilja ). Í gærkvöldi var lok annar leiksýning hjá krökkunum á Nýja sviði Borgarleikhússins. Ásamt konu minni og syni, voru báðar ömmurnar einnig með í för. Líkt og við hjónin, hafa þær varla misst af lok annar sýningu hjá barnabarni sínu. Að lokinni sýningu hvarf vart af okkur brosið, svo stolt vorum við af dótturinni sem stóð sig með miklum sóma. Læt hér fylgja videoskot af dóttur minni, Indíönu Björk, þar sem hún syngur "Það er dýrt að vera ég" sem ég tók á frístandandi myndavélina. Gæði myndar og hljóðs er af skornum skammti en vona þó að þetta komist sæmilega til skila.
Gleðilegt sumar öllsömul
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)