Herbergi uppgötvað í húsi við Laufásveg

Við Laufásveginn, þar sem vinnustaður minn er til húsa, drýpur sagan af hverju strá15-220i og úr hverju húsi. Hefur margt merkt fólk búið við götuna og gerir enn. Sagan sem ég heyrði fyrir allnokkru, gerist í einu af þeim húsum sem við götuna standa og segir svo frá þegar Albert heitinn Guðmundsson (fyrrum þingmaður og ráðherra) var ný fluttur heim á klakann, eftir gifturíkan feril í atvinnuboltanum út í Evrópu einhvern tíman upp úr miðri síðustu öld. Hafði hann ásamt konu sinni fest kaup á og flutt inn í stórt einbýlishús við Laufásveginn.

Eitt sinn átti hann að hafa fengið til sín málarameistara til að mála alla veggi og loft innanstokks á Laufásveginum. Þegar Albert taldi sig vera búinn að sýna málarameistaranum inn í hvert herbergi á öllum hæðum sem mála þyrfti. Þá spyr  málarameistarinn Albert og bendir á einar herbergisdyrnar innst í ganginum niðri í kjallara, þar sem þeir voru staddir: ,,Hvað með þetta herbergi, á ekki að mála það líka?" Albert horfir hugsi á dyrnar um stund, tekur svo í snerilinn og opnar inn í umrætt herbergi og segir; ,,Ég vissi nú bara ekki af þessu herbergi hérna!"

Af þessari frásögn má ætla að húsið hafi verið svo stórt að húsráðandi hafi sennilega ekki komist í að kanna það til fullnustu, þrátt fyrir að vera fluttur inn, áður en hann fékk til sín málarann. Það má geta þess að þetta umrædda einbýlishús, sem hýsti Albert og fjölskyldu forðum, gekkst undir mikla endurnýjun og stækkun á síðasta ári. Kannski er það til marks um breytta tíma og kröfur um meira húsrými, að núverandi eigendum hefur  sennilega eitthvað þótt vanta upp á plássið í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband