SVANA HRÖNN JÓHANNSDÓTTIR Í EINVÍGI VIÐ TRISH STRATUS

Trish Stratus er að koma til landsins á morgun frá Noregi, hvar hún var að taka upp sjónvarpsþátt fyrir Kanadíska sjónvarpsstöð sem er á ferð um heiminn  og nú er komið að Íslandi.

Um síðustu helgi spurði framkvæmdastjóri Glímusambandsins mig og Pétur Eyþórsson, núverandi Glímukóng, hvort við gætum ekki tekið að okkur að þjálfa fjölbragðaglímukonu frá Kanada sem væntanleg væri í byrjun mars til Íslands til að keppa í glímu við bestu glímukonu landsins. Án þess að hafa kynnt okkur hver manneskjan væri eða hversu fræg hún væri í US and A. Þá samþykktum við að taka verkefnið að okkur þó þjálfunartíminn til þess væri of stuttur að okkar mati fyrir einvígið (2 æfingar). Einnig var okkur sagt frá því að Kanadísk sjónvarpsstöð væri með í för sem myndu láta tökuvélarnar ganga á æfingunum og jafnvel utan þeirra. 

Svo leið tíminn og í gær var ég minntur á að Kanadíska sjónvarps hersingin, með Trish Stratus í broddi fylkingar, væri að koma til landsins núna á sunnudaginn. Þá fór maður aðeins að kynna sér þessa manneskju og komst að ýmsu. M.a. að hún væri 7 faldur heimsmeistari í WWE (World Wrestling Entertainment) ásamt því að  hafa verið valin "babe of the year" og díva áratugarins. Þá er hún allþekkt úr hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og tímaritum.  Þannig að um er að ræða Kanadískt "seleb"!

Þó svo að ég hafi tekið það að mér, ásamt Pétri, að kenna konunni glímu, þá hef ég takmarkaða trú á að Trish verði mikið ágengt með Svönu Hrönn Jóhannsdóttur glímudrottningu Íslands. Því glíman er mikil tækni íþrótt sem ekki lærist á tveimur dögum! En að sjálfsögðu reynum við að gera okkar besta til að kenna Trish Stratus sem mest á þessum stutta tíma. Hún gæti mögulega byggt á þeim grunni sem hún hefur úr WWE en við sjáum hvað setur. Ef vel gengur hjá henni, þá er aldrei að vita nema hún taki þátt í fyrsta heimsmeistaramótinu í Glímu sem fram fer í Hróarskeldu n.k. ágúst fyrir hönd Kanada.Whistling

Fyrir þá sem lítt eru kunnir WWE, Þá er þetta að mestu leiti um "show business" að ræða og úrslit ákveðin fyrirfram. Þess má geta að "World Wrestling Entertainment" var stofnað af HULK HOGAN og er að hluta eða öllu leiti enn í hans eigu. Þetta er með vinsælla sjónvarpsefni í USA og rakar inn peningum

Ég bendi fólki á að skoða myndbönd af Trish Stratus inn á www.youtube.com  

 


mbl.is Glímugella gegn glímudrottningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott mynd af ykkur meisturunum ... þetta verður interesting einvígi - en því miður sér maður það ekki sjálfur.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Þetta er reyndar mynd af Pétri Eyþórssyni og Svönu Hrönn sem þú ert væntanlega að vísa til hér að ofan. En myndin er flott engu að síður. Já, einvígið á án efa eftir að verða intresant. Við reynum bara að fá Trish norður næst þegar hún kemur, svo þú getir barið hana augum Þorsteinn!

Jón Birgir Valsson, 2.3.2008 kl. 20:48

3 identicon

Yikes... ekki kalla mig Þorstein - það er svo formlegt. Nema þú sért formlegur gaur :)

Sorry vegna myndaruglings :) 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 23:20

4 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Sorry Doddi, gerist ekki aftur.

Jón Birgir Valsson, 2.3.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband