10.3.2008 | 12:19
Margur verður af aurum api!
Fékk þetta sent áðan í tölvupósti:
,,Í þorpi einu birtist einu sinni maður og kvaðst vilja kaupa apa af þorpsbúumá 1000 krónur stykkið. Þar sem mikið var um apa í nágrenni þorpsins, fóru þorpsbúar að veiða apana og selja manninum þá. Maðurinn keypti þúsundir apa af þorpsbúum á 1000 krónur, en þegar framboðið fór að minnka, bauðst maðurinn til að borga 2000 krónur fyrir apann. Aftur jókst framboðið um tíma, en síðan minnkaði það enn frekar og hætti síðan alveg þar sem erfiðara var fyrir þorpsbúa að finna fleiri apa til að selja. Maðurinn tilkynnti þá að hann mundi borga 5000 krónur fyrir hvern apa sem hann fengi, en hann þyrfti að skreppa frá í smá tíma og aðstoðarmaður hans mundi sjá um kaupin á meðan. Eftir að maðurinn var farinn, hóaði aðstoðarmaðurinn þorpsbúum saman og bauðst til að selja því apana, sem voru geymdir í búrum, á 3500 krónur stykkið. Fólkið gæti svo þegar maðurinn kæmi aftur selt honum apana á 5000 krónur. Þorpsbúar söfnuðu því saman öllu sínu sparifé og keyptu apana af aðstoðarmanninum.
Síðan hefur ekkert spurst til apakaupmannsins eða aðstoðarmannsins.
Núna veistu allt um hvernig hlutabréfamarkaðurinn virkar.
Margur verður af aurum api .....!!!!"
Athugasemdir
Það var mikið að einhver gat útskýrt þetta á mannamáli! Held ég haldi mig bara áfram fjarri þessum hlutabréfamarkaði!
Skúli Freyr Br., 10.3.2008 kl. 12:50
Góð saga sem segir ansi mikið.
"Hugsum okkur að eini löglegi gjaldmiðillinn á íslandi (eða heiminum) sé t.d. Coca-Cola, og að ein verksmiðja hafi einkarétt á að framleiða það og lána með vöxtum. Það liggur í augum uppi að við getum ekki framkvæmt neitt án þess að fá lánað hjá Coca-Cola til að borga fyrir hráefni og vinnu. Þegar lánið er endurgreitt, segjum lán upp á 1000 flöskur, þá þarf að greiða 300 í vexti. Hvaðan komu þessar 300 flöskur? Auðvitað frá einu uppsprettu Coca-Cola verksmiðjunni. Hvernig komust þær í umferð? Þær voru búnar til og settar í umferð í formi láns sem bar vexti. Já, en með þessu móti hlýtur Coca-Cola verksmiðjan að eignast alla hluti þegar fram líða stundir? Tja …" úr bókinni Falið Vald
Georg P Sveinbjörnsson, 10.3.2008 kl. 12:53
Sennilega er það bara farsælast halda sig fjarri þessu Skúli Freyr. Allavega er þetta ekki fyrir hvern sem er.
Góð tilvitnun hjá þér líka Georg. Oft er gott að útskýra þetta á mannamáli, líkt og Skúli Freyr bendir á.
Jón Birgir Valsson, 10.3.2008 kl. 15:19
það var loksins að maður skildi Hlutabréfamarkaðinn hehehehe
hafðu það gott kv Þórunn Eva
Þórunn Eva , 11.3.2008 kl. 17:32
Takk fyrir Þórunn Eva og sömuleiðis.
Jón Birgir Valsson, 12.3.2008 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.