Þetta er alveg með ólíkindum hvað eldsneytisverð hækkar. Ætli það endi ekki með því að maður taki fram hjólið aftur. Það var minn farkostur til og frá vinnu í sex ár þar til ég nennti því ekki lengur og fékk mér bílskrjóð í fyrrahaust.
Annars eru miklar umræður um þessi mál á hinum ýmsu bílasíðum. Á þessari síðu; http://www.stjarna.is/forum/viewtopic.php?t=10572 eru umræður um notkun steinolíu í stað díselolíu á bíla drifnum "grútarbrennurum". Sjálfum finnst mér það varhugavert, en það eru einhverjir sem segjast hafa prófað þetta með einum lítra af tvígengisolíu saman við með ágætis árangri. Þó er ekki mælt með því að setja steinolíu á "common rail" díselvélarnar að sögn kunnugra vegna viðkvæmra spíssa. Ja hvað eru menn tilbúnir að ganga langt í þessum efnum þegar dísel líterinn er kominn í ca. 160 kr. en steinolíu líterinn er í ca. 90 kr. ?
Orkan hækkar einnig eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ja allavega er ég ekki tilbúinn að fórna mínum grútarbrennara í svona tilraunir. En athygglivert engu að síður þegar menn reyna svona æfingar. Já ætli hjólið sé ekki málið ef eldsneytið lækkar ekki aftur!?
Jón Birgir Valsson, 18.3.2008 kl. 10:36
Tunnan lækkaði um 4 dollara í gærkveldi og nótt og nú verður gaman að fylgjast með hvort að það lækki hérna heima, en það hækkar samdægurs ef tunnan hækkar erlendis, en er eitthvað vandamál þegar hún lækkar, sjáum til,, ORKAN var að hækka í morgun þó að tunnan hafi lækkað ...
stýri
TBEE (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 11:09
Hafþór Örn: Ekki ætla ég að taka upp hanskan fyrir þessa menn sem reyna svona "hundakungstir", þó mér þyki fróðlegt að fylgjast með þessum tilraunum þeirra.
Lausnin í þessu máli er einnig fólgin í því að sameinast í bíla eins og kostur er. Einnig er REVA og aðrir sambærilegir rafmgnsbílar sniðugir kostir. Svo er það strætisvagninn. Verst hvað leiðarkerfi Strætó virðist henta mörgum illa.
Jón Birgir Valsson, 18.3.2008 kl. 11:12
Þú getur allt eins keyrt á litaðri olíu, það er sami glæpurinn og að keyra á steinolíu en einu munurinn er að litaða olían er sú olía sem vélin er framleidd fyrir.
En það er samt sem áður staðreynd að alla vega eldri diesel vélar geta þrifist á steinolíu, en ég er ekki svo viss um að það fari eins vel í nýrri bíla.
Ólafur Tryggvason, 18.3.2008 kl. 12:14
Einhvern tíma heyrði ég sögu um afdalabónda sem var tekinn í útvarpsviðtal vegna hárrar elli. Hann var spurður að því hverju hann teldi aldurinn að þakka og taldi að það að fá sér matskeið af steinolíu á hverjum degi hjálpaði mikið til. Úr því að hann gat það getur Skodinn minn það líka
Jói Pétur (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 16:01
Rafmagnsbílar eru svarið, er það ekki?
Ég væri alla vega til í sjá verðið lækka aftur. Mér brá svo mikið þegar ég fór á bensínstöð í gær og sá að líterinn hafði hækkað um 20 kr. eða svo síðan ég fór síðast á stöð... úff!!!
Frítt í strætó á Akureyri. Hjólinu mínu var stolið í fyrra. Damn!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 20:49
TBEE: Sjáum til hvort olíufélögin verði í startblokkunum með að lækka eldsneytisverðið í hvelli um leið og tunnan lækkar úti.
Hafþór Örn: Var einmitt búinn að benda á þetta með tvígengisolíuna eftir að hafa rekist á það á spjallsíðunni sem ég vísa til. Eitt leikur mér forvitni á að vita varðandi skatta og gjöld á steinolíu. Nú liggur fyrir að ríkið er að taka fasta krónutölu af bæði bensíni og dísil. Ég held að bensíngjaldið sé 5,28 kr. á lítrinn og olíugjaldið sé 37 kr. á lítrinn. Síðan er lagður 24,5 % vsk á heildar lítraverðið. Nú væri fróðlegt að vita hverjar og hvort einhver gjöld af hálfu ríkisins séu á steinolíu fyrir utan 24,5 % vsk? Er það svo víst að steinolían sé ólöglegt sem eldsneyti á farartæki eftir allt saman? Hvað þá með rafmagn, er eitthvað til sem heitir rafmagnsgjald sem sett eru til höfuðs rafmagnsfarartækjum af hálfu hins opinbera?
Er alveg sammála þér hvað strætisvagnakerfið varðar. Hugmyndin með "frítt í strætó" er við líði á Akureyri við góðan orðstír og fjölgun farþega í þeim "gulu". Borgin hefur tekið nokkur skref í þessa átt með því að bjóða t.d. nemum á framhaldsskólastígi frítt í strætó. (þó maður gæti nú ekki fundið það þegar skólarnir byrjuðu í haust). Borgarstjórn mætti ganga lengra í þeim efnum.
Á sínum tíma þegar ég hjólaði til og frá vinnu (2002-2007). Þá hentuðu leiðarkerfin, sem í boði voru, mér engan vegin. Hefði þurft að ganga rúman kílómeter ef að ég hefði nýtt mér þá þjónustu. Tók því þann kost að hjóla 4 km til vinnu í staðinn og var jafnvel fljótari að því í morguntraffíkinni. Mér skilst að lítið hafi breyst hjá strætó í þessum efnum.....nema að ferðum hefur jú fækkað á hvern klukkutíma.
KING: Það eru viðurlög við því að aka almennum farartækjum á litaðri olíu sem flestum ætti að vera kunnugt. Því finnst mér hæpið að líkja þessu við steinolíu notkun, allavega set ég spurningamerki við það hvort notkun á steinolíu sem bíleldsneyti sé lögbrot.
Jói Pétur: Sagan er góð. En það er spurning hvort Skodinn þinn verði eins og kallinn, hundgamall á steinolíu næringu dagsdaglega.
Doddi: Rafmagnsbílar gætu verið svarið við síhækkandi eldsneytisverði. Já eða tvinnbílar. En rafmagnsbílarnir eiga bara svo langt í land með að verða jafn góðir og þær blikkdollur á hjólum sem við notumst við í dag. Hækkunin á bensín og dísil liternum að undanförnu er eins og þindarhögg þegar maður fyllir á bílinn. Kemur allavega helvíti illa við veskið. Leitt þetta með hjólið Doddi en smá huggun harmi gegn, þá færð þú frítt með strætó sem er frábært hjá ykkur þarna á Akureyri.
Jón Birgir Valsson, 19.3.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.