21.3.2008 | 00:33
Styttist í Íslandsglímu
Það fer óðum að styttast Íslandsglímu sem fer fram á Akureyri laugardaginn 29. mars. Þetta er jafnframt stærsti og mesti viðburður glímumanna ár hvert. Þar er keppt um Freyjumenið hjá konum, en Grettisbeltið hjá körlum sem jafnframt er elsti verðlaunagripur Íslandssögunnar sem enn er keppt um (frá 1906). Alls eru 16 keppendur skráðir til leiks, 7 konur og 9 karlar. Er búist við spennandi og skemmtilegri keppni hjá báðum kynjum.
Þar sem spennan er farin að gera vart við sig hjá sumum þátttakenda í komandi Íslandsglímu. Er ekki úr vegi að létta aðeins á pressunni hjá þeim með því að sýna þetta hressandi myndband af glímugengi Fóstbræðra.
Ég óska öllum gleðilegra páska!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.