13.4.2008 | 21:57
Það er farið að glitta í meistaratitilinn....
....hjá mínum mönnum í Manchester United. Þetta var stórglæsilegur sigur á annars sterku liði Arsenal. Stórt skref var stígið í átt að Meistaratitli með þessum sigri! Nú þurfa Sir Ferguson og hans lærisveinar bara að halda dampi í þeim leikjum sem eftir eru í deildinni. Þá verður fátt sem getur komið í veg fyrir að Man.utd hampi 17. Englandsmeistaratitlinum í vor.
Hargreaves tryggði United sigur með glæsimarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frábær leikur.
Vonandi tekst okkar mönnum að landa tveimur dollum á þessu tímabili
Benni
Benni, 14.4.2008 kl. 08:44
Já vonandi Benni! Valinn maður í hverri stöðu, ásamt miklum sigurvilja, er til staðar til að landa þessum tveimur dollum. ;-)
Jón Birgir Valsson, 14.4.2008 kl. 13:52
Damn it... ég sem Púllari hlýt að gera ráð fyrir að mæta ykkur í úrslitum CL ... en titillinn enski sýnist mér vera ykkar. Ég vona þó að þið náið aldrei að jafna fjöldann sem við Púllarar höfum. Við vonum það besta....
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 16:16
Lenti á blogginu þínu þegar ég var að leyta að dæmum í þýsk-íslenska orðabók og fannst ég eitthvað kannast við kauða; gaman að lesa um glímuna og sjá að þú hefur það gott.
Bestu kveðjur,
Erla Hallsteinsdóttir
Erla (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 17:25
Doddi: Ég var einmitt búinn að spá þessum erkifjendum í úrslitin í CL í Moskvu. Maður skal aldrei segja aldrei þegar kemur að metajöfnun. Já við vonum það besta.....þó það sé sitthvort "besta" fyrir hvorn okkar
Sæl Erla og gaman að fá þig fyrrum bekkjarsystir í "heimsókn". Það er all rosalegt þegar maður "poppar" upp sem dæmi sem er leitað á netinu fyrir þýsk-íslenska orðabók. Kannski er maður búinn að vinna of lengi í Þýska sendiráðinu. Ertu annars að vinna að þ.-í. orðabók? Ég sé á síðunni þinni að þú og þínir hafið það einnig gott í Danmörku.
Bestu kveðjur til þín.
Jón Birgir Valsson, 14.4.2008 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.