14.4.2008 | 18:27
Vel þjálfað fylgdarlið Berlusconis
Þegar NATO fundurinn var haldinn í Reykjavík í maí 2002. Voru þar saman komnir mörg fyrirmenni eins og t.d. Robertson lávarður þ.v. framkvæmdastjóri NATO, Collin Powell þ.v. utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Joscha Fischer þ.v. utanríkisráðherra þýskalands, Jack Straw þ.v. utanríkisráðherra Bretlands, Halldór Ásgrímsson þ.v. utanríkisráðherra o.fl.
Fundurinn fór að mestu fram í stóra salnum í Háskólabíói. Ásamt Háskólabíói, voru húsakynni Hótel Sögu og Hagaskóla einnig undirlögð vegna fundarins. Á Hótel Sögu gistu nokkrir þessara þjóðaleiðtoga á meðan á NATO fundinum stóð. Einnig snæddu NATO gestirnir í Súlnasal Hótels Sögu. Byggingarnar þrjár voru allar afgyrtar ásamt því að mikið löggæslulið vaktaði svæðið undir alvæpni. Þurfti sérstaka passa til að komast inn á svæðið. Vinnu minnar vegna, var ég mikið á hótelinu og komst þá ekki hjá því að rekast stöku sinnum á áðurnefnda kappa, sem komu flestir ákaflega eðlilega fyrir sjónir. Kom manni þó á óvart hvað sumir af þessum mönnum voru lágir í loftinu að vart stóðu þeir fram úr hnefa eins og t.d. lávarðurinn.
En einn þessara þjóðhöfðingja var "stór" þó hann væri lágur vexti. En það var Berlusconi þ.v. forsætis- og utanríkisráðherra Ítalíu. Mér er það mjög minnisstætt þegar Berlusconi gekk valdmannslega inn í hótelmóttökuna, af einum fundinum í Háskólabíói, að þar fór ekkert á milli mála hver væri að koma í hús. Í kringum þennan litla mann með stóra Egóið var hjörð lífvarða í dökkum jakkafötum, með dökk gleraugu og eyrnaplögg. Berlusconi, sem var með ljósan skósíðan frakka með loðfóðri í boðungunum tiltan á axlirnar án þess að vera með hendur inn í ermunum, gekk greitt inn gólfið með lífvarðar hersinguna á eftir sér. Skyndilega yppti Ítalski forsætisráðherrann lítillega öxlum án þess að segja orð og einn af öryggisvörðunum sem fyrir aftan hann var stekkur til og tekur af honum frakkann, án þess að ráðherran svo mikið sem hægði á göngunni, eða þá að neinn í hópnum sýndu nokkur svipbrigði. Virtist bara vera hinn eðlilegasti gjörningur. Þetta var sjón að sjá. Ætli Berlusconi taki upp fyrri valdsmanns takta þegar hann kemst til valda á Ítalíu að nýju?
Garðar bróðir að störfum sem pikkaló, þegar Robertson lávarður kom á Hótel Sögu til að vera viðstaddur NATO fundinn 2002
Berlusconi spáð öruggum sigri í öldungadeildinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Sögur af fólki | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:34 | Facebook
Athugasemdir
Kannski hann geti látið lestirnar fara á réttum tíma.
Guðmundur Auðunsson, 15.4.2008 kl. 14:56
Fínir kallar báðir tveir. Bæði Berlusconi og Lord Robertson, þó að ég hafi verið klæddur í jafn skrípalegan búning og fólk getur séð á þessari mynd þá heilsuðu þeir báðir mér með virktum.
Þessi Nato fundur var fyrsti stóri fundur NATO eftir árásrinar á New York. Aldrei hefur jafn mikil öryggisgæsla verið áður á íslandi á fundi leiðtoga og líklega mun önnur eins öryggisgæsla ekki verða hér á landi í nánustu framtíð.
Man að hún móðir okkar var nú ekkert sérstaklega hrifin af því að báði synir hennar myndu vera að vinna á þessu öryggissvæði sem að Hótel Saga og nánast umhverfi var, einverjir vildu nefnilega meina að þetta svæði yrði skotmark hryðjuverka manna vegna þess hve margir þjóðarleiðtogar myndu vera saman komnir á sama staðnum. Og staðsetning flugvallarins hjálpaði ekkert til að ýta undir þær gróusögur sem að svo reyndust fráleiddar.
Garðar (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:21
Guðmundur: Ekki þekki ég til lestarsamgangna á Ítalíu. En vonandi lætur karlinn til sín taka í sorphirðumálum í Napólí, eins og hann hafði stór orð um í aðdraganda kosninga. Það er agalegt að eins falleg borg og Napólí skuli vera í "ruslagíslingu" mafíunnar.
Garðar: Það rifjast upp já allt hafaríið með öryggisgæsluna í kringum fundinn. T.d. voru þyrlur reglulega á flugi yfir svæðinu, einnig voru orrustuþotur af Keflavíkurflugvelli í startholunum. Gott ef þoturnar voru ekki líka öðru hvoru flugi yfir staðnum. Ég held að ekki hafi verið hægt að halda NATO fundinn á öruggari stað sökum einangrunar landsins. Þannig að mamma og leiðtogarnir gátu verið fullkomlega áhyggjulaus.
Jón Birgir Valsson, 16.4.2008 kl. 23:19
kvitt kvitt -
Sigríður Guðnadóttir, 20.4.2008 kl. 11:55
þú getur komið 16 mai í laugardalhöllina og heyrt gospel og jet black joe - og mig kaupa sér miða núna !!!!! sjáumst þar heheheheh
Sigríður Guðnadóttir, 21.4.2008 kl. 19:17
takk fyrir kommentið - strákurinn búin að ná sér og farin að ráðskast með mömmu sína heheheheheheheh
Sigga Guðna (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:27
Það er gott að heyra Sigga. Ja kannski maður ath með miða á JBJ, gospel og þig.
Það er orðið svo langt síðan maður hefur farið á tónleika. Og Jet Black Joe hef ég lengi haldið mikið uppá. Svo er lagið "Freedom" hjá þér.......og þeim alltaf klassísk snilld.
Jón Birgir Valsson, 24.4.2008 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.