11.5.2008 | 17:03
Sigurtilfinningin er alltaf jafn æðisleg!!!
Ég fór á Billiardbarinn í Faxafeni til að horfa á leikinn. Þvílík stemmning! Skemmst er frá því að segja að ég og fleiri þarna á staðnum slepptum okkur gjörsamlega í fagnaðarlátum þegar mörkin voru skoruð í sitthvorum hálfleiknum. Það var æðisleg tilfinning þegar Manchester United menn lyftu Englandsmeistara bikarnum á loft. Frábær frammistaða hjá strákunum hans Sir Alex í vetur og eru þeir svo sannarlega vel að titlinum komnir. Næst er það svo Evrópudollan eftir 10 daga!
Kveðja, einn í sigurvímu og raddlaus eftir fagnaðarlætin.
Manchester United er enskur meistari 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt 13.5.2008 kl. 00:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.