Einstakur íþróttamaður í fremstu röð.

P_2008_505120_BÓlafur Stefánsson er einhver sigursælasti og fremsti íþróttamaður sem Ísland hefur alið. Þrír Evrópumeistaratitlar Ólafs með tveimur liðum í handknattleik bera þess glöggt vitni. Leikur Ólafs í dag var á heimsmælikvarða og ber vott um þvílíkan snilling. Tólf mörk í leiknum í dag og 96 mörk í heildina hjá Ólafi í Evrópukeppninni setur hann á stall með þeim allra bestu. Heill sé þér Ólafur Stefánsson og til hamingju með frábæran árangur. Þrír titlar, Spánarmeistari, bikarmeistari og EVRÓPUMEISTARI með Ciudad Real er glæsilegt afrek. Þú ert land og þjóð til mikilla sóma.

ResourceImage


mbl.is Ólafur fagnaði Evrópumeistaratitlinum með stórleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband