Frábært að fá þessi gömlu stórveldi NBA saman í úrslit!!

Þetta verður veisla fyrir flesta NBA körfuboltaunnendur. Minnir mann á gömlu góðu dagana þegar Larry Bird og Magic Johnson börðust hvað hatrammast með þessum liðum í úrslitunum um miðjan níunda áratuginn. Ég spái Lakers 4-3 sigri gegn Boston í þessu úrslitaeinvígi NBA. Ég veit að Orri, félagi minn og einhver mesti Celtics aðdáandi hér á landi, er ekki sammála mér í þessari spá. Þess má geta að Orri Björnsson keypti sér sérsaumaðan Boston Celtics búning í fyrra úti í Boston. Ekki nóg með að gallinn væri sérsaaumaður í anda níunda áratugarins, heldur lét Orri sérmerkja  hann með tölunni 33 og nafni Bird. Enda löngu hætt að selja búninga með nafni og númeri hetjunnar. 

 

Björnsson og Bird-inn: 

thumbnail_294659


mbl.is Boston og Lakers mætast í NBA-úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyndið að ég byrjaði ekki af alvöru að fylgjast með NBA fyrr en 1987-1988... en þá sökkti maður sér líka í gamlar upptökur af baráttu Boston og Lakers. Lakers er mitt lið en miðað við hvernig Boston fór með þá í vetur ... þá tel ég Lakers hiklaust vera the underdogs í rimmunni... ég tel að 4:3 úrslit séu mjög líkleg. Vona bara að spá þín rætist, Jón!

Maður sá nokkra leiki í sjónvarpinu með baráttu Bird og Magic...þetta voru yndislegar tímar að vera unglingur á ... ó já, og með Eighties tónlistinni ... vá, hvað flashbackið kemur sterkt í mann núna. Það verður horft á þetta einvígi sko! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 12:37

2 Smámynd: Donninn

Ég er byrjaður að safna mottu, verst að það er langt í að maður geti verið með sítt að aftan. Mátaði einn gamlan Celtics hlýra um helgina. Hann líktist meira brjóstahaldara en bol þegar ég var búinn að troðast í hann.

Spái mínum mönnum 4-3 og Paul Pierce verður MVP.

Kv. Orri B......ird

Donninn, 2.6.2008 kl. 14:25

3 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Doddi: Það var einmitt sama tímabil og ég byrjaði að fylgjast með NBA, 1987-1988. Verst var bara að ég náði aldrei að festa mig við neitt ákveðið lið, heldur bara uppáhalds leikmenn í ákveðnum liðum. Þannig að spá mín er ekki byggð á tilfinningasemi heldur þeirri staðreynd að Lakers hefur þéttan bekk að baki byrjunarliðsins meðan Boston hefur nokkrar renglur á bekknum hjá sér. Einnig vegur hvað þyngst að Lakers fengu til sín á seinnihluta tímabilsins spænska miðherjan Pau Gasol frá Grizzles. Og munar þar um minna. En byrjunarliðið hjá Boston tel ég samt vera sterkara en byrjunalið Lakers. En í svona harðri úrslitabaráttu, þá má lítið útaf bregða. Þ.a.l. tel ég að Lakers hafi þetta á breiddinni = byrjunarliði + bekk.

Já slagurinn milli þessara manna var yndislegur á að horfa í denn. Þetta með eighties-ið þá kemur mér helst í hug fyrsta rapphljómsveit allra tíma Run TMC. Sem var einmitt líka hermt upp á þríeikið hjá Golden States Warriors, Tim Hardaway, Crish Mullin og Litháan sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu..........nú er maður alveg búinn að missa sig í flashback-inu :lol:

Jón Birgir Valsson, 2.6.2008 kl. 16:07

4 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Orri Bird: ég efast ekki um að þú sért byrjaður að safna í mottu. Varðandi hnakkavöxtinn, þá skellurðu þér bara í hárlengingu. Þá verðuru kominn með mottu og mullet í tæka tíð fyrir fyrsta leik. Sé alveg fyrir mér, þegar þú hefur verið kominn í hlýrann og 33 framan á honum hafi allt í einu breyst í tvö öfug c.

Paul Pierce gæti orðið MVP maðurinn. En ég hallast þó að því að Kobe hljóti þennan titil.

Jón Birgir Valsson, 2.6.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband