Allt er (næstum því) fertugum fært.

Þessi jafnaldri minn verður bara betri með hverju árinu. Það mátti glöggt sjá s.l. laugardag þegar hann var einn besti maður síns liðs á móti mínu liði í enska boltanum, Manchester united. David James er fastamaður í sínu liði ásamt því að vera í landsliði Englendinga (síðast þegar ég vissi). Þessi þriggja ára samningur David James við lið sitt vekur mann til umhugsunar hvort menn séu yfirleitt að hætta of snemma í keppnisíþróttum á meðal þeirra bestu? Sjálfur er ég verulega farinn að draga úr þátttöku í Íslandsmótum á vegum Glímusambandsins. Kannski að maður ætti að endurskoða það eitthvað? Og þó, er orðinn saddur..........í bili.
mbl.is James samdi við Portsmouth til 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldur er afstæður ... það er mín fílósófía ég hef nú ekki fylgst sjálfur með glímunni, en ef þú ert í góðu formi og finnur að þú átt erindi - og vilt halda áfram ... þá skaltu gera það.

En annars sjáum við Romario, Teddy Sheringham... og nokkra aðra sem eru frábærir knattspyrnumenn og komnir yfir fertugt.

Já, var ég búinn að segja það...? Aldur er afstæður

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 00:58

2 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Satt er það Doddi, aldur er afstæður. Í sjálfu sér hef ég alveg orku og getu til að halda áfram keppni meðal þeirra bestu í glímunni en hungrið er ekki lengur til staðar. Ég tel mig vera búinn að vinna allt sem hægt er að vinna í glímunni, þ.a.l. engin markmið eftir fyrir mig til að stefna að. Enda búinn að vera keppnismaður í glímu síðan 1985 með smá hléi. En ég er samt ekki alveg tilbúinn að leggja beltið á hilluna fyrir fullt og allt, vegna þess að glíman sjálf er svo skemmtileg og fólkið í kringum hana einnig. Ætla mér að taka áfram þátt í smærri mótum eitthvað fram að, eða yfir fertugt og æfa áfram með mínum frábæru félögum. Já Teddy og Romario eru magnaðir en eru þó báðir opinberlega hættir keppni eftir þetta keppnistímabil. Held meira að segja að Teddy hafi þegar lagt skóna sína á hina frægu hillu.

Jón Birgir Valsson, 13.3.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband