Söng- og leiklist...

....er frístundariðkun sem dóttir mín hefur verið í frá 6 ára aldri hjá Sönglist í Borgarleikhúsinu. Hún hefur notið þar frábærar leiðsagnar margra góðra söng- og leiklistarkennara þó einkum Erlu Ruthar Harðardóttur leikkonu og Ragnheiðar Hall söngkennara, en þær reka Sönglist, söng- og leiklistarskóla fyrir börn og unglinga. Á þessum 6 árum sem dóttir mín hefur verið í Sönglist, hefur alltaf verið mikið tilhlökkunarefni hjá okkur hjónum að fara á frumsýningu og sjá afrakstur vetrarins hjá dóttur okkar og hennar meðleikurum í enda hverrar annar. Hefur þetta verið snilldarskemmtun í alla staði, þar sem hver og einn nemandi fær að láta ljós sitt skína með leik og söng. Gaman hefur verið að fylgjast með framförum krakkanna frá ári til árs. Þó einkum framförum frumburðar okkar hjóna (eins og gefur að skiljaInLove ). Í gærkvöldi var lok annar leiksýning hjá krökkunum á Nýja sviði Borgarleikhússins. Ásamt konu minni og syni, voru báðar ömmurnar einnig með í för. Líkt og við hjónin, hafa þær varla misst af lok annar sýningu hjá barnabarni sínu. Að lokinni sýningu hvarf vart af okkur brosið, svo stolt vorum við af dótturinni sem stóð sig með miklum sóma. Læt hér fylgja videoskot af dóttur minni, Indíönu Björk, þar sem hún syngur "Það er dýrt að vera ég" sem ég tók á frístandandi myndavélina. Gæði myndar og hljóðs er af skornum skammti en vona þó að þetta komist sæmilega til skila.Joyful

Gleðilegt sumar öllsömul Cool

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ansi er þetta flott hjá stelpunni, flott söngrödd hjá henni;)

Jóhanna Guðrún Snæfeld (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 13:23

2 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Takk fyrir Jóhanna.

Jón Birgir Valsson, 24.4.2008 kl. 17:00

3 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

frábært !!!! Til hamingju með stelpuna  Flott rödd sem hún er með og passið að hún haldi áfram !!!  rosalega flott nafn Indíana !! 

Gleðilegt sumar

Sigríður Guðnadóttir, 24.4.2008 kl. 19:16

4 identicon

Virkilega flottur söngur hjá henni. Til hamingju með stelpuna! Kærar kveðjur frá Akureyri!

Og gleðilegt sumar!!! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:37

5 identicon

Rosa lega er þetta flottur söngur og váá hvað þú ert góður faðir bloggar svo fallega um hana bara flott að hun sé ekkert sviðsfeimin né neitt verður gott fyrir frammtíðini haha ;)

Guðrún Heiður (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:42

6 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Takk fyrir Sigga, gaman að heyra þetta frá "pro" söngkonu. Og gleðilegt sumar til þín.

Takk Doddi fyrir hólið. Og kærar kveðjur til þín, sem og gleðilegt sumar.

Jón Birgir Valsson, 25.4.2008 kl. 22:23

7 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Takk takk Guðrún Heiður. Hún segist reyndar alltaf fá stórt fiðrildi í magann fyrir sýningar. Þó það sjáist ekki hjá henni. En ég held að það gerist hjá öllum sem koma fram opinberlega. Indíana var síðast að syngja á sumardags fyrsta-hátíð á torginu í Hafnarfirði á fimmtudag. Sem tókst mjög vel hjá henni þó ég segi sjálfur frá.

Jón Birgir Valsson, 26.4.2008 kl. 15:36

8 Smámynd: Þórunn Eva

æðilseg alveg snúllan þín...

og gleðilegt sumar... 

Þórunn Eva , 3.5.2008 kl. 19:13

9 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Takk fyrir Kurr og Þórunn Eva. Gleðilegt sumar sömuleiðis. :-)

Jón Birgir Valsson, 4.5.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband