Vaknaður af dvalanum...

adsl99663 Það er kominn tími til að gera vart við sig hérna á blogginu eftir smá pásu. Ég er allavega ekki dauður enn. Var að fá ljósleiðaratengingu í íbúðina sem bætir sjónvarpsgæðin til mikilla muna, sem og nettenginguna sem er orðin talsvert öflugri frá því sem var. Nú ætti maður að geta bloggað meira en helmingi hraðar.....W00t

Ég held'ann megi fara..

...ef þetta er upphæðin. Það er enginn maður svo ómissandi þegar svona fáránleg fjárhæð er í boði fyrir einn leikmann, jafnvel þó um sé að ræða Cristiano Ronaldo. Enda er ekki annað hægt að sjá, en að skínandi "rússagull" sé í boði frá Pétursborg! Fyrir þessa fjárhæð gætu Unitedmenn mögulega keypt þessa menn alla í einum pakka þá; Arshavin, Igor Akinfeev (markvörð), Pavlicenko, Zyrianov, Torbinski og Yuri Zhirkov. En eiga samt nógan afgang til að endurnýja liðsrútuna...Grin 94880
mbl.is Þrettán milljarða fyrir Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EM heima í stofu

Mér áskotnaðist þetta fótboltaspil á dögunum. Óhætt er að segja að þetta hafi vakið mikla lukku á heimilinu. Það eru búnar að fara fram margar HM og EM keppnir á þessu borði að undanförnu. Meira að segja húsmóðirin hefur ekki látið sitt eftir liggja í færni og knatttækni í þessu spili. Þetta er snilldar spil fyrir alla fjölskylduna......já og vinina. Myndirnar tala sínu máli...

25052008

 

 

 

 

 

 

 

 

25052008(005)

 

 

 

 

 

 

 

 

 Trausti og Danni að spila á móti Nikulási og Indíönu

25052008(009)

 

 

 

 

 

 

 

 

25052008(008)

 

 

 

 

 

 

 

 

Gríðarleg keppni í gangi hjá mæðgunum. Einbeitingin leynir sér ekki! 


Frábært að fá þessi gömlu stórveldi NBA saman í úrslit!!

Þetta verður veisla fyrir flesta NBA körfuboltaunnendur. Minnir mann á gömlu góðu dagana þegar Larry Bird og Magic Johnson börðust hvað hatrammast með þessum liðum í úrslitunum um miðjan níunda áratuginn. Ég spái Lakers 4-3 sigri gegn Boston í þessu úrslitaeinvígi NBA. Ég veit að Orri, félagi minn og einhver mesti Celtics aðdáandi hér á landi, er ekki sammála mér í þessari spá. Þess má geta að Orri Björnsson keypti sér sérsaumaðan Boston Celtics búning í fyrra úti í Boston. Ekki nóg með að gallinn væri sérsaaumaður í anda níunda áratugarins, heldur lét Orri sérmerkja  hann með tölunni 33 og nafni Bird. Enda löngu hætt að selja búninga með nafni og númeri hetjunnar. 

 

Björnsson og Bird-inn: 

thumbnail_294659


mbl.is Boston og Lakers mætast í NBA-úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög flottur flutningur hjá FÓ & RÓ

Þetta var frábær frammistaða hjá þeim Regínu Ósk og Friðriki Ómari í Belgrad í kvöld. Vonandi fleytir þessi frábæri og hnökralausi flutningur þeim í topp 10, að minnsta kosti. Annars fannst mér lögin frá Frakklandi, Finnlandi, Azerbatian, Úkrænu, Danmörku og Svíþjóð skara fram úr, ásamt TIML. ÁFRAM ÍSLAND!
mbl.is Flutningur Eurobandsins gekk vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Hermann Hreiðarsson!

Frábær árangur hjá Hemma og félögum. Hermann er þar með orðinn fyrstur Íslendinga sem leikur heilan bikarúrslitaleik á Wembley og verður enskur bikarkmeistari með liði sínu.

bilde?Site=XZ&Date=20080517&Category=IDROTTIR0102&ArtNo=106639922&Ref=AR&Profile=1056&NoBorder


mbl.is Redknapp: Vörnin var frábær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lengi má gott lið bæta...

....Þó ekki með Michael Owen, með fullri virðingu fyrir honum. Ég á einhvern veginn erfitt með að sjá hann fyrir mér í búningi Manchester United. Held að það sé einfaldlega ekki pláss fyrir hann, þar sem öflugir leikmenn í hans stöðu, sem fyrir eru hjá United, yrðu framar í goggunarröð Sir Alex Ferguson. Þar að auki má Owen muna fífil sinn fegurri. En Micah Richards væri aftur á móti eins og klæðskerasaumaður inn í hægri bakvörðinn hjá þeim "rauðu". Því ekki hefur mér þótt Wes Brown vera nægilega sannfærandi eða góður í þeirri stöðu. Micha Richards til Man Utd fyrir næsta tímabil!!
mbl.is Ferguson fær fé til styrkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA ENGLANDSMET HJÁ BÆÐI SIR ALEX OG GIGGS

459956

Tíu Englandsmeistaratitlar hjá Sir Alex Ferguson og Ryan Giggs hjá einu og sama liðinu! Þetta er magnað afrek! Er einhver annar Þjálfari í Ensku úrvalsdeildinni sem hefur náð viðlíka árangri? Eða annar leikmaður? Það hljóta þá að vera margir áratugir síðan að það gerðist, ef það hefur þá gerst!?

bilde?Site=XZ&Date=20080511&Category=IDROTTIR0102&ArtNo=336509905&Ref=AR&NoBorder


mbl.is Tíundi titillinn hjá Ferguson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstakur íþróttamaður í fremstu röð.

P_2008_505120_BÓlafur Stefánsson er einhver sigursælasti og fremsti íþróttamaður sem Ísland hefur alið. Þrír Evrópumeistaratitlar Ólafs með tveimur liðum í handknattleik bera þess glöggt vitni. Leikur Ólafs í dag var á heimsmælikvarða og ber vott um þvílíkan snilling. Tólf mörk í leiknum í dag og 96 mörk í heildina hjá Ólafi í Evrópukeppninni setur hann á stall með þeim allra bestu. Heill sé þér Ólafur Stefánsson og til hamingju með frábæran árangur. Þrír titlar, Spánarmeistari, bikarmeistari og EVRÓPUMEISTARI með Ciudad Real er glæsilegt afrek. Þú ert land og þjóð til mikilla sóma.

ResourceImage


mbl.is Ólafur fagnaði Evrópumeistaratitlinum með stórleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurtilfinningin er alltaf jafn æðisleg!!!

img_10_23894_200.jpg&obj=iip,1.0&wid=480&hei=179&rgn=0.004132231404958678,0.1174934725848564,0.9917355371900827,0

Ég fór á Billiardbarinn í Faxafeni til að horfa á leikinn. Þvílík stemmning! Skemmst er frá því að segja að ég og fleiri þarna á staðnum slepptum okkur gjörsamlega í fagnaðarlátum þegar mörkin voru skoruð í sitthvorum hálfleiknum. Það var æðisleg tilfinning þegar Manchester United menn lyftu Englandsmeistara bikarnum á loft. Frábær frammistaða hjá strákunum hans Sir Alex í vetur og eru þeir svo sannarlega vel að titlinum komnir. Næst er það svo Evrópudollan eftir 10 daga!

bilde?Site=XZ&Date=20080511&Category=IDROTTIR01&ArtNo=740329419&Ref=AR&NoBorder

Kveðja, einn í sigurvímu og raddlaus eftir fagnaðarlætin.


mbl.is Manchester United er enskur meistari 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband