Færsluflokkur: Bloggar

Vaknaður af dvalanum...

adsl99663 Það er kominn tími til að gera vart við sig hérna á blogginu eftir smá pásu. Ég er allavega ekki dauður enn. Var að fá ljósleiðaratengingu í íbúðina sem bætir sjónvarpsgæðin til mikilla muna, sem og nettenginguna sem er orðin talsvert öflugri frá því sem var. Nú ætti maður að geta bloggað meira en helmingi hraðar.....W00t

Einhverjir eigendur díselbíla segjast vera með lausn á síhækkandi olíuverði.

Þetta er alveg með ólíkindum hvað eldsneytisverð hækkar. Ætli það endi ekki með því að maður taki fram hjólið aftur. Það var minn farkostur til og frá vinnu í sex ár þar til ég nennti því ekki lengur og fékk mér bílskrjóð í fyrrahaust.

Annars eru miklar umræður um þessi mál á hinum ýmsu bílasíðum. Á þessari síðu; http://www.stjarna.is/forum/viewtopic.php?t=10572 eru umræður um notkun steinolíu í stað díselolíu á bíla drifnum "grútarbrennurum". Sjálfum finnst mér það varhugavert, en það eru einhverjir sem segjast hafa prófað þetta með einum lítra af tvígengisolíu saman við með ágætis árangri. Þó er ekki mælt með því að setja steinolíu á "common rail" díselvélarnar að sögn kunnugra vegna viðkvæmra spíssa. Ja hvað eru menn tilbúnir að ganga langt í þessum efnum þegar dísel líterinn er kominn í ca. 160 kr. en steinolíu líterinn er í ca. 90 kr. ?


mbl.is Orkan hækkar einnig eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margur verður af aurum api!

Fékk þetta sent áðan í tölvupósti:

,,Í þorpi einu birtist einu sinni maður og kvaðst vilja kaupa apa af þorpsbúumá 1000 krónur stykkið. Þar sem mikið var um apa í nágrenni þorpsins, fóru þorpsbúar að veiða apana og selja manninum þá. Maðurinn keypti þúsundir apa af þorpsbúum á 1000 krónur, en þegar framboðið fór að minnka, bauðst maðurinn til að borga 2000 krónur fyrir apann. Aftur jókst framboðið um tíma, en síðan minnkaði það enn frekar og hætti síðan alveg þar sem erfiðara var fyrir þorpsbúa að finna fleiri apa til að selja. Maðurinn tilkynnti þá að hann mundi borga 5000 krónur fyrir hvern apa sem hann fengi, en hann þyrfti að skreppa frá í smá tíma og aðstoðarmaður hans mundi sjá um kaupin á meðan. Eftir að maðurinn var farinn, hóaði aðstoðarmaðurinn þorpsbúum saman og bauðst til að selja því apana, sem voru geymdir í búrum, á 3500 krónur stykkið. Fólkið gæti svo þegar maðurinn kæmi aftur selt honum apana á 5000 krónur. Þorpsbúar söfnuðu því saman öllu sínu sparifé og keyptu apana af aðstoðarmanninum.
Síðan hefur ekkert spurst til apakaupmannsins eða aðstoðarmannsins.

Núna veistu allt um hvernig hlutabréfamarkaðurinn virkar.

Margur verður af aurum api .....!!!!"


Fyrsta glímuæfing Trish Stratus á Íslandi

 
Nú er fyrri æfingin af tveimur með Trish Stratus yfirstaðinn. Hún fór fram í fangbragðahúsi Ármanns í gærkvöldi. Æfingin átti upphaflega að byrja klukkan 20.00 en eins og stórstjörnum sæmir þá kom Trish ekki í húsið fyrr en hálftíma síðar og þá dregin beint í viðtal, ásamt Svönu Hrönn, við íslensku sjónvarpsstöðvarnar RÚV og Stöð 2. Ekki var laust við að loftið væri læviblandið á milli þeirra. Nokkuð var komið af áhorfendum, var því dálítill spenningur í lofti.

Þegar æfingin hófst loksins, þá vildu hún ekkert hálfkák í einhverjar upphitunaræfingar heldur byrja glímunámið strax. Pétur Eyþórsson sá að mestu leiti um að útskýra fyrir Trish brögðin og hvernig ætti að útfæra þau og hafði okkur Snæ til aðstoðar. Trish var mjög áhugasöm um glímuna og kom það mér skemmtilega á óvart hvað hún hafði lesið sig vel til um sögu glímunnar og lög hennar. Þessar upplýsingar hafði hún orðið sér út um á heimasíðu Glímusambandsins, einnig eftir leit á netinu að 03032008(004)efni um glímuna á ensku.

Þetta er mjög jarðbundin og skemmtileg stelpa við fyrstu kynni. Var alltaf stutt í grínið hjá henni, skipti þá engu hvort það var á meðan myndavélarnar voru í gangi eða ekki. Semsagt algerlega laus við stjörnustæla. Það er alveg merkilegt þegar maður sér margt fólk einungis í sjónvarpi eða á myndum hvað það virkar oft stærra en reyndin er. Virðist þetta eiga sérstaklega oft við um frægar stjörnur. Trish Stratus er þar ekki undantekning. Hún er vart hærri en 1,55 og upplýsti hún okkur um að hún væri 45 kg. Var þetta henni nokkuð til trafala þegar hún átti að taka Snæ Seljan í hábragð, því þarna munaði tæplega helming á þyngd þeirra og henni vantaði a.m.k. 25-30 cm upp á hæð Snæs. Það reyndist henni þó ekki erfitt þegar hún sótti lágbrögðin enda ekki þörf á að lyfta andstæðingnum í þeim aðgerð03032008(009)um. 

Þar sem nokkuð var um áhorfendur eins og áður segir, gátum við kallað til hinn 13 ára Ármenning, Stefán Pétur Gunnarsson Íslandsmeistara í sínum aldursflokki, til þess að hún hefði andstæðing af þeirri þyngd sem hún gæti lyft. Annars gekk æfingin ágætlega þó hún tæki á þriðja klukkutíma vegna sífelldrar endurtekninga fyrir sjónvarpsvélarnar svo hægt væri að ná myndskotum frá sem flestum hliðum. Að endingu tók hún okkur þrjá í jógaæfingu sem var nokkuð slakandi eftir áttökin á undan. Hvernig Trish Stratus, 7 faldur heimsmeistari í WWE, verður ágengt með Svönu Hrönn Jóhannsdóttur glímudrottningu Íslands, sem unnið hefir til þess titils þrisvar sinnum,skal ég ósagt látið að sinni. Við skulum sjá hvernig til hefur tekist eftir æfinguna í kvöld í Melaskóla.

Hér er Trish Stratus ásamt glímuþjálfurum sínum þeim Snæ Seljan og Pétri Eyþórssyni


"Hit and run" ! Lýsi eftir vitnum.

Það er alveg með ólíkindum hvað sumt fólk getur verið óforskammað!

Þannig var að konan mín átti leið í Kringluna sunnudaginn 3. febrúar s.l.. Sem í sjálfu sér er ekki frá sögum færandi, að því undanskildu að jeppinn hennar (Nissan Terrano II) var ekki eins þegar hún kom að honum og þegar hún hafði skilið við hann á bílastæðinu í bílastæðahúsi Kringlunnar (að austan verðu) hjá bókasafninu.

Þegar hún var búin að sinna erindum sínum og heldur til baka að jeppanum, tekur hún eftir að stuðarinn við hægra afturbretti er brotinn í sundur ásamt einhverjum fleiri skemmdum undir stuðaranum! Eðlilega var konunni minni brugðið en vonaðist þó eftir að sjá miða með upplýsingum frá tjónvaldi undir rúðuþurrkunni. En nei, engin voru skilaboðin frá honum, en aftur á móti skildi hann eftir sig glært vinstra stefnuljós á vettvangi (tegund: 2259 015465  Dot SAE P91  ICHIKOH 3336 JAPAN L) sem reynist vera af Subaru Impreza árgerð '94-'00

Konan mín hafði strax tal af öryggisvörðum Kringlunnar til að ganga úr skugga um hvort svo heppilega vildi til að þeir hefðu náð atvikinu á myndband. Öryggismyndavél bílastæðahússins sem sett hafði verið upp viku áður var ennþá ótengd! Þ.a.l. engar myndir til af því þegar skemmdarverkið er framið! Það skal þó tekið fram að öryggisverðirnir voru afskaplega hjálplegir og mynduðu tjónið og vettvang og skráðu helstu punkta niður.
 
Tjónið á jeppanum er talsvert og þungur biti að kyngja þegar maður þarf að borga það úr eigin vasa. Þeir aðilar sem voru í bílastæðahúsi Kringlunnar að austan verðu hjá bókasafninu milli kl. 13:30 og 17:13 á sunnudaginn 3. febrúar s.l. og kunna að hafa orðið vitni af þessari utaníkeyrslu og geta lýst t.d. bílnum, bíllit eða bílnúmeri. Eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 4441000 eða við undirritaðan í síma 6990019
 
Ps.
Ef svo heppilega vildi til að viðkomandi aðili sem tjóninu olli, læsi þetta og hefði samvisku til að bæta fyrir verknaðinn. Er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við undirritaðan.
 
Með kveðju,
Jón Birgir Valsson
sími: 6990019
E-mail: [email]6990019@internet.is[/email]
Myndir af tjóninu ásamt "minjagrip" frá tjónvaldi:
mynd007vx2mynd006my0


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband