Fyrsta glímuæfing Trish Stratus á Íslandi

 
Nú er fyrri æfingin af tveimur með Trish Stratus yfirstaðinn. Hún fór fram í fangbragðahúsi Ármanns í gærkvöldi. Æfingin átti upphaflega að byrja klukkan 20.00 en eins og stórstjörnum sæmir þá kom Trish ekki í húsið fyrr en hálftíma síðar og þá dregin beint í viðtal, ásamt Svönu Hrönn, við íslensku sjónvarpsstöðvarnar RÚV og Stöð 2. Ekki var laust við að loftið væri læviblandið á milli þeirra. Nokkuð var komið af áhorfendum, var því dálítill spenningur í lofti.

Þegar æfingin hófst loksins, þá vildu hún ekkert hálfkák í einhverjar upphitunaræfingar heldur byrja glímunámið strax. Pétur Eyþórsson sá að mestu leiti um að útskýra fyrir Trish brögðin og hvernig ætti að útfæra þau og hafði okkur Snæ til aðstoðar. Trish var mjög áhugasöm um glímuna og kom það mér skemmtilega á óvart hvað hún hafði lesið sig vel til um sögu glímunnar og lög hennar. Þessar upplýsingar hafði hún orðið sér út um á heimasíðu Glímusambandsins, einnig eftir leit á netinu að 03032008(004)efni um glímuna á ensku.

Þetta er mjög jarðbundin og skemmtileg stelpa við fyrstu kynni. Var alltaf stutt í grínið hjá henni, skipti þá engu hvort það var á meðan myndavélarnar voru í gangi eða ekki. Semsagt algerlega laus við stjörnustæla. Það er alveg merkilegt þegar maður sér margt fólk einungis í sjónvarpi eða á myndum hvað það virkar oft stærra en reyndin er. Virðist þetta eiga sérstaklega oft við um frægar stjörnur. Trish Stratus er þar ekki undantekning. Hún er vart hærri en 1,55 og upplýsti hún okkur um að hún væri 45 kg. Var þetta henni nokkuð til trafala þegar hún átti að taka Snæ Seljan í hábragð, því þarna munaði tæplega helming á þyngd þeirra og henni vantaði a.m.k. 25-30 cm upp á hæð Snæs. Það reyndist henni þó ekki erfitt þegar hún sótti lágbrögðin enda ekki þörf á að lyfta andstæðingnum í þeim aðgerð03032008(009)um. 

Þar sem nokkuð var um áhorfendur eins og áður segir, gátum við kallað til hinn 13 ára Ármenning, Stefán Pétur Gunnarsson Íslandsmeistara í sínum aldursflokki, til þess að hún hefði andstæðing af þeirri þyngd sem hún gæti lyft. Annars gekk æfingin ágætlega þó hún tæki á þriðja klukkutíma vegna sífelldrar endurtekninga fyrir sjónvarpsvélarnar svo hægt væri að ná myndskotum frá sem flestum hliðum. Að endingu tók hún okkur þrjá í jógaæfingu sem var nokkuð slakandi eftir áttökin á undan. Hvernig Trish Stratus, 7 faldur heimsmeistari í WWE, verður ágengt með Svönu Hrönn Jóhannsdóttur glímudrottningu Íslands, sem unnið hefir til þess titils þrisvar sinnum,skal ég ósagt látið að sinni. Við skulum sjá hvernig til hefur tekist eftir æfinguna í kvöld í Melaskóla.

Hér er Trish Stratus ásamt glímuþjálfurum sínum þeim Snæ Seljan og Pétri Eyþórssyni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka ákaflega fróðlegan pistil.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.3.2008 kl. 20:05

2 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Ég þakka kommentið Heimir! Takk fyrir að vekja athygli á pistlinum inni á þínu bloggi.

Jón Birgir Valsson, 4.3.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Þórunn Eva

takk takk fyrir kommentið hjá mér og já nú er ekkert annað en að drífa sig aftur í glímuna ehehehehe  :)

Þórunn Eva , 5.3.2008 kl. 00:37

4 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Flott Þórunn Eva, mér líst vel á þau áform þín. Takk fyrir "addið".

Jón Birgir Valsson, 5.3.2008 kl. 08:22

5 identicon

Sæll kæri bróðir, sá þig í sjónvarpinu, þú varst flottur í jakkafötunum með bleika bindið svona í stíl við rendurnar á buxunum hennar Trish. Vildi líka nota tækifærið og óska þér til hamingju með þetta blog þitt og ört vaxandi vinsældir þess, get alveg upplýst þig um það að hún móðir okkar kíkir mjög reglulega á þetta og er sennilega einn þinn dyggasti lesandi.

Kv. Garðar

Garðar Sævarsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 19:19

6 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Takk fyrir hólið og óskirnar bróðir kær. Við vitum báðir hversu mikils virði það er að eiga svona góða mömmu sem fylgist með okkur- og styður dyggilega í leik og starfi. Takk fyrir mamma mín!

Jón Birgir Valsson, 7.3.2008 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband