Túnisfarar

Í fyrramálið heldur Ásgeir vinnufélagi minn í tveggja vikna ferðalag til Túnis ásamt Ragnheiði spúsu sinni. Þau hafa undirbúið sig af mikilli kostgæfni fyrir þessa ferð, með antipestarsprautum hjá lækni og viðað að sér menningarfróðleik um land og þjóð af netinu. Þá hefur nálgun þeirra hjóna á menningu heimsálfunnar verið nokkuð óvenjuleg en skemmtileg. Þar sem þau hafa lagt mikið á sig til að lifa sig í hlutverk innfæddra. Þó að vísu hafi verið seilst dálítið lengra inn í svörtustu Afríku í þeim efnum en ætla mátti í fyrstu.  En þar sem þau hyggjast fara á bak úlfalda, þá er vissara að vera við öllu búinn varðandi aðra menningarheima Afríku ef þessar hryggháu skepnur tækju upp á því að fælast og hvergi slá  af  með  hjónin á baki fyrr en  í Nígeríu. Eins og margir vita þá eru þessar skepnur til þess fallnar að geta verið án matar og drykkjar í marga daga og því til alls vís. En ég vona að til þessara vandræða komi nú ekki hjá þeim. Heldur njóti þau hverrar stundar þarna í Túnisíu.Selfoss 2008 012

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru hjónin í undirbúningi ferðarinnar á sérstöku námskeiði sem haldið var á Hótel Selfossi í janúar s.l.  

Selfoss 2008 031

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Geiri ásamt Elsu viðskiptafulltrúa úr Brezka sendiráðinu og undirrituðum, sem einnig tók þátt í undirbúningnum ásamt fleiri vinum og vandamönnum sem þarna voru. Elsa var þarna af sama tilefni með fyrirlestur um nýlendustefnu Breta í Afríku og um nálgun vesturlandabúa við innfædda. 

Ragna og Geiri! Hafið það sem allra best í fríinu, góða ferð og góða skemmtun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband