JÓHANNES Á BORG, FYRSTI ATVINNUMAÐUR ÍSLENDINGA Í ÍÞRÓTTUM

 85581262_73a54a9f65_m
Á sunnudagskvöldið s.l. fékk ég sms, frá Jóa Héðins félaga mínum í glímunni, um að nýhafinn væri þátturinn Andrarímur í umsjón Andra Thorssonar á Rás 1. Þáttur þessi innihélt að mestu leiti 45 ára gamalt viðtal sem Stefán Jónsson fréttamaður tók við Jóhannes Jósefson kenndan við Borg í tilefni 80 ára afmælis hans árið 1963. Stefán Jónsson reit æviminningar Jóhannesar á Borg um svipað leiti. Er þessi bók gríðarlega fróðleg og skemmtileg aflestrar.

Í útvarpsviðtalinu ræða þeir félagar um glímuna, sem hann taldi reyndar dauða þegar þetta viðtal var tekið, og einnig atvinnumennsku Jóhannesar erlendis, hvar hann keppti í ýmsu fangi ásamt glímu í fjöleikahúsum og öðrum opinberum vettvangi. Þá útlistar Jóhannes hvernig á hann rann berserksgangur þegar mótherjar hans höfðu rangt við með fólskubrögðum og svindli. Þjóðerniskennd Jóhannesar kemur glögglega í ljós í þessu viðtali og hvernig það stuðlar að því að hann ásamt öðrum stofna Ungmennafélag Íslands. Einnig talar Jóhannes um þær stórtæku framkvæmdir að byggja Hótel Borg þegar hann kemur heim úr atvinnumennskunni 1928. Frá því að fyrsta skóflustungan að hótelinu var tekin og þar til það var opnað 19. janúar 1930 kl 15.00, liðu 18 mánuðir. Hvet sem flesta til að hlusta á þennan merka mann sem enn þann dag í dag er mikil fyrirmynd margra glímumanna þar með töldum blogghöfundi.

Hér er viðtalið við Jóhannes á Borg (þátturinn er 1 klukkustund)

P.s. ég kem bráðlega með pistil um Íslandsglímu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband