Mamma er sextug í dag

UPPVÖXTUR OG NÁMHeiða, Jóna, Maggi & Geiri

Jóna, um tvítugtMóðir mín elskuleg, Jóna Fríða Gísladóttir, er sextug í dag 6. apríl. Jóna Fríða fæddist í Hólslandi í Eyjahreppi, en ólst upp í Hausthúsum í sama hreppi. Hún sótti skólanám í Söðulsholti í Eyjahreppi. Árið 1968 stundaði hún nám við Húsmæðraskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan sama ár. S.l tvö ár hefur mamma stundað nám, með vinnu, sem Efling stéttarfélag hefur staðið fyrir og nefnist skólabrú og er ætlað fyrir starfsfólk í leikskólum. Mamma útskrifaðist þaðan með fyrstu einkunn í desember s.l. sem leikskólaliði.

STARFSFERILLjona

Mamma var bóndi í félagsbúi í Hausthúsum ásamt pabba með afa og ömmu í kringum 1969-1970. Síðan var hún bóndi, ásamt pabba, í Akurholti í Eyjahreppi frá 1971-1984. Hvar þau voru fyrst með kindur, en eftir að garnaveiki kom upp í fénu og þ.l. þurfti að slátra því, skiptu þau yfir í hrossabúskap. Frá 1978-1984 gegndi hún starfi matráðskonu við Laugargerðiskóla á Snæfellsnesi. Eftir að mamma flutti til Reykjavíkur starfaði hún í mötuneytinu hjá húsgagnasmíðafyrirtækinu Víði HF í Kópavogi. Þaðan fór hún til starfa hjá lyfjafyrirtækinu Tóró. Eftir að hún ól Garðar bróðir í þennan heim 1986, vann hún tvö ár heima sem dagmamma.  Frá 1988 hefur mamma starfað á þremur leikskólum, Holtaborg, Ásborg og núna er hún á Maríuborg í Grafarholti. 

FJÖLSKYLDA 

DSC04974Eiginmaður mömmu er Sævar Garðarsson múrari f. 12. nóv. 1946. Sonur þeirra er Garðar Sævarsson nemi í viðskiptafræði við HÍ f. 12. des. 1986.

Áður var mamma gift Vali Frey Jónssyni bílstjóra, föður mínum. Þau skildu 1984. Ég fæddist 20. september 1970 sama dag og réttað var í Þverárrétt. Sem varð til þess að bæði ég og mamma misstum naumlega af þeim réttum. Tengdadóttir mömmu, og þar með eiginkona mín, er María Pálsdóttir skrifstofum. f. 2. okt. 1964. Börn okkar Maríu eru; Indíana Björk nemi f. 5. des. 1995 og Trausti Freyr nemi f. 15. ág. 1999.Afi og amma, ásamt börnum á sextugsafm. 1975

Systkini mömmu eru; Sigurgeir Gíslason trésmiður í Borgarnesi f. 25 jan. 1940, Bjarnheiður Gísladóttir leiðbeinandi í Rvík f. 30. apríl 1941, Magnús Gíslason vélvirki í Rvk f. 28. mars 1944 og Alda Svanhildur Gísladóttir sérkennari f. 17. feb. 1953

Foreldrar mömmu voru Gísli Sigurgeirsson f. 18. júní 1915, d. 12. ágúst 1994, bóndi í Hausthúsum og Auðbjörg Bjarnadóttir f. 27. júlí 1915, d. 7. júní 1993, húsfreyja í Hausthúsum. 

Jóna, Anna Edda, Sólveig og Agnes í HMRMamma og Sævar eru að heiman á þessum merku tímamótum. Þau hjónin hafa dvalið í höfuðstað norðurlands, Akureyri, um helgina. Hvar þau hafa notið lífsins og lystisemda í góða veðrinu og menningunni þar í bæ. Þau snæddu mjög vel heppnaðan afmæliskvöldverð á "Friðriki V" þar sem var stjanað í kring um þau hjónin. Þá fóru þau einnig á leikverkið "Fló á skinni".

Mínar bestu afmælisóskir til þín mamma mín. Megi gæfa, hamingja og góð heilsa fylgja þér alla ævi. 

Þinn sonur,

Jón Birgir

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Innilegar hamingjuóskir til ykkar fjölskyldunnar með daginn, vonandi er ekki nein fló á skinni afmælisbarnsins.

Þórarinn M Friðgeirsson, 7.4.2008 kl. 11:40

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mínar bestu hamingjuóskir með mömmu þína og henni óska ég til hamingju með svo ræktarlegan son.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.4.2008 kl. 13:06

3 identicon

Frábær samantek Jón. Veit að mamma verður áægð að sjá þetta. Reyndar var hún að vinna á Ásborg mjög lengi eftir Dyngjuborg sameinaðist Ásborg eða í ein 9 ár held ég frá 1995-2004 og þar á undan á Holtaborg. Minnist þess ekki að hún hafi verið á sunnuborg nokkurn tíman því að hún fór frá því að vera dagmamma beint í að vinna á Holtaborg.

Kv. Garðar bróðir

Garðar Sævarsson (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 23:44

4 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Tóti: Takk fyrir hönd fjölskyldunnar. Þó móðir mín hafi verið farin að iða í skinninu um að komast til síns heima, þegar ég talaði við hana í dag,  þá held ég að flóin sé saklaus af því.

Heimir: Takk fyrir óskirnar höfðingi. Verst hvað ræktarleikinn sækir orðið á þverveginn hjá manni í seinni tíð.

Garðar bró: Takk takk, ég var svona á báðum áttum hvaða ,,borg" kæmi fyrst og hvað þá með ,,borgar" sameininguna. En ég lagfæri þetta. 

Jón Birgir Valsson, 8.4.2008 kl. 23:34

5 identicon

INNILEGAR HAMINGJUÓSKIR með mömmu þína, kæri Jón - og afsakaðu hversu lengi þetta komment var á leiðinni!!

Kærar júbbílei og júbbiler kveðjur frá Akureyri!! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 17:01

6 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Til hamingju með mömmu þína  og velkomin í blogghópinn !

kær kveðja

Sigga Guðna

Sigríður Guðnadóttir, 10.4.2008 kl. 18:55

7 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

hey var að fatta hver þú ert hehehehehe - já ég vil vera memm  

Sigríður Guðnadóttir, 10.4.2008 kl. 18:59

8 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Takk Doddi, Bestu sjúbb babb byrli byrli baba bei kveðjur að sunnan.

Takk Sigga og takk fyrir að vera memm ;o)

Jón Birgir Valsson, 11.4.2008 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband